Fréttir af aðalfundi Blindrafélagsins

Aðalfundur Blindrafélagsins var haldinn laugardaginn 12 maí. Á fundinum var kosið til embættis formanns Blindrafélagsins og einnig í stjórn. Til embættis formanns voru í framboði Friðgeir Þráinn Jóhannesson og Sigþór U. Hallfreðsson. Atkvæði féllu þannig að Sigþór fékk 59 atkvæði og Friðgeir 6 atkvæði. Sigþór var því endurkjörinn formaður Blindrafélagsins með 90% atkvæða.

Í kjöri til stjórnar var niðurstaða kosninga eftirfarandi:

Lilja Sveinsdóttir 44 atkvæði, var kjörinn sem aðalmaður í stjórn.
Eyþór Kamban Þrastarson 42 atkvæði. var kjörinn aðalmaður í stjórn.
Þórarinn Þórhallsson 41 atkvæði, var kjörinn varamaður í stjórn.
Dagný Kristmannsdóttir. 33 atkvæði, var kjörinn varamaður í stjórn.

Aðalfundurinn samþykkti þrjár ályktunartillögur sem bornar voru fram af stjórn félagsins og beint að stjórnvöldum. Ályktanirnar eru: Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, beint að dómsmálaráðuneyti og félagamálaráðuneyti,  Rétturinn til að lesa eru mannréttindi, beint að menntamálaráðuneyti og Meðferðir við blinduvaldandi sjúkdómum verða að veruleika, beint að heilbrigðisráðuneyti.

Fundurinn einkenndist af einhug, samstöðu og uppbyggilegum umræðum.

Sjá ályktanirnar hér.      Sjá ársskýrslu Blindrafélagsins