Frí símaþjónusta fyrir lögblinda hjá 1819.

Uppfært: Félagsmenn sem eru viðskiptavinir Vodafone geta nú einnig fengið fría þjónustu hjá 1819 ásamt viðskiptavinum símans.

Fjarskiptafyrirtækin 1819, Síminn og Blindrafélagið hafa gert með sér samning sem að tryggir lögblindum félagsmönnum Blindrafélagsins góða, viðeigandi og hagkvæma fjarskiptaþjónustu í gegnum 1819. Samningurinn felur það í sér að fjarskiptafyrirtækin munu veita lögblindum félagsmönnum Blindrafélagsins ókeypis upplýsingar um símanúmer og áframtengingu. 
 
Ágústa Finnbogadóttir framkvæmdastjóri 1819 segist vera virkilega ánægð með að þetta samkomulag sé loksins komið í höfn. Í sama streng tók Kristinn Halldór Einarsson framkvæmdastjóri Blindrafélagsins. Hann lagði jafnframt áherslu á mikilvægi þjónustunnar fyrir þá sem á henni þurfa að halda og það væri því sérstaklega ánægjulegt að nú væri þessi þjónusta einnig í boði í gegnum 1819, en 1818 hefur boðið þessa þjónustu í fjölda mörg ár.“

Þeir félagsmenn sem vilja sækja um þjónustuna geta haft samband við skrifstofu félagsins í síma 525 0000, eða sent tölvupóst til afgreiðslunnar.