Opið hús í Hamrahlíð 17 á degi hvíta stafsins 15. október.

 

Í tilefni af degi hvíta stafsins þann 15. október verður opið hús hjá Blindrafélaginu og Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu í Hamrahlíð 17 á annarri hæð kl. 13:00-16:00.

Nánari dagskrá auglýst síðar en í boði verða erindi og umræður um hvíta stafinn, kynningar á mismunandi hvítum stöfum, öðrum hjálpartækjum og ýmsu fleiru. Kaffiveitingar og tónlistaratriði verða einnig á boðstólnum.