Retina International World Congress (RIWC2018)

Dagana 8. til 12. febrúar verður aðalfundur og alþjóðaráðstefna Retina International haldin í Aukland á Nýja Sjálandi. Ráðstefnan er haldin á tveggja ára fresti og í júní 2020 heldur Blindrafélagið ráðstefnuna í Reykjavík í Hörpu. Blindrafélagið er eitt af aðildarfélögum Retina International.

Aðalfundur Retina International verður haldinn fimmtudaginn 8 febrúar næstkomandi í Aukland á Nýja Sjjálandi. Þar mun meðal annars verða kosið í stjórn samtakanna og er Kristinn Halldór Einarsson framkvæmdastjóri Blindraféalgsins í framboði, en hann var kjörinn í stjórn samtakanna á aðalfundi þeirra 2016.

Þann 9. febrúar verður svo eins dags fræðsludagskrá þar sem kynntar verða margar af þeim rannsóknum og meðferðartilraunum sem nú eru í gangi og snúa að arfgengum hrörnunarsjúkdómum í sjónhimnu, eins og t.d. AMD, LCA, RP, Stargard, Usnet og fleiri.

Dagana 10 – 11 febrúar verður svo Alþjóðaráðstefna Retina International. Þar mun fjöldi vísindamanna, margir frá Eyjaálfu, kynna rannsóknir og tilraunameðferðir sem í gangi eru.

Undir lok ráðstefnunnar mun Blindrafélagið taka formlega við skipulagningu og undirbúningi fyrir ráðstefnuna í júní 2020. 

Frá Blindraféalginu fara Helgi Hjörvar formaður undirbúningsnefndar RIWC2020, Kristinn Halldór Einarsson stjórnarmaður í Retina International og framkvæmdastjóri Blindrafélagsins, Sigþór Hallfreðsson formaður Blindrafélagsins og Dr. Ragnheiður Bragadóttir formaður vísindanefndar RIWC2020.

Tengdir tenglar:

Retina International.RIWC2018 Program RIWC2020