Uppfærðir skilmálar Strætó fyrir blinda og sjónskerta farþega

Strætó hefur uppfært sína skilmála varðandi ferðir blindra og sjónskertra á landsbyggðinni. Félagar sem framvísa félagsskírteini geta nú ferðast ókeypis um landið allt. Þeir notendur sem hafa leiðsöguhund þurfa að framvísa sínu leiðsöguhundaskírteini frá Sjónstöðinni.
 
Hér eru uppfærðu skilmálarnir en einnig er hægt að lesa skilmálana á vefsíðu Strætó.
 
Blindir ferðast ókeypis með Strætó innan höfuðborgarsvæðisins og á landsbyggðinni.
Á höfuðborgarsvæðinu: Hvíti stafurinn, sérmerktur og sérþjálfaður leiðsöguhundur eða félagsskírteini Blindrafélagsins staðfesta rétt viðkomandi.
Á landsbyggðinni: Framvísa verður félagsskírteini Blindrafélagsins til staðfestingar.
Viðurkenndir leiðsöguhundar mega vera um borð í vögnum: Framvísa verður leyfiskorti leiðsöguhunds og leiðsöguhundarnir mega vera hvar sem er í farþegarými vagnanna.
 
Félagar í Blindrafélaginu sem ekki hafa félagsskírteini geta sótt um þau á skrifstofu félagsins í síma 525 0000, eða með tölvupósti á netfangið afgreidsla@blind.is.
 
Blindrafélagið sendir kærar þakkir til Strætó og Vegagerðarinnar fyrir þessa uppfærðu ferðaþjónustu fyrir blinda og sjónskerta.