Aðgengileg umferðarljós í Reykjavík

Blindir og sjónskertir eiga erfitt með að nota hefðbundna götuvita og gönguljós. Þess vegna eru sett upp hljóðmerki til þess að hægt sé að greina grænt ljós frá rauðu án þess að nota sjónina. Til eru mismunandi gerðir hljóðmerkja og mismunandi umferðarljós og hér fyrir neðan verður gert grein fyrir því sem helst þarf að hafa í huga og upplýsingar um þá þróun sem er að eiga sér stað.

Gönguljós.

Á mörgum götum í Reykjavík hafa gangandi vegfarendur tækifæri til þess að kveikja á gönguljósum til þess að gera komist yfir umferðarþungar akreinar. Flestir kannast við gula kassann með hvíta takkanum sem hefur verið notaður áratugum saman í borginni. Hann er nú til í nýrri útgáfu. Aðalmunurinn er sjónrænn, á nýja kassanum er stór rauður/grænn karl sem gerir sjónskertum kleift að sjá umferðarljósið. Þar að auki er snjalltækni í nýju gerðinni sem fylgist með vegfaranda á leið yfir götu og stillir ljósaskipti eftir gönguhraða. Þannig ættu allir að komast yfir götuna óháð gönguhraða. Það er ekki stöðugt hljóð í þessum tækjum,  þannig að blindir finna þau ekki aðstoðarlaust og þurfa að læra á umhverfið til þess að geta notað þau.

Sér sést hið dæmigerða gönguljós í hamrahlíð. í bakgrunni er nýmáluð hamrahlíð 17

Umferðarstýring.

Þar sem eru stærri gatnamót í Reykjavík eru notaðir Prisma hljóðgjafar. Þetta eru bláir ílangir kassar sem flestir kannast við. Þeir eru til í mörgum gerðum. Einfaldasta gerðin er án hnappa, og er með hægt tif þegar ljósið er rautt og hraðar þegar það verður grænt. Á sumum er hægt að kalla eftir grænu ljósi með því að þrýsta á hnapp að framan sem lýsir þá dauft. Á nýjustu gerð þessara hljóðmerki er spjald að neðanverðu sem hægt er að þrýsta á og þar með hækka í hljóðmerkinu, í því er einnig titringur fyrir fólk með samþætta sjón og heyrnarskerðingu. Á hlið þessara kassa er einnig upphleypt kort yfir gatnamótin sem gerir fólki kleift að átta sig á fjölda akreina og svo framvegis. Þessi nýjasta gerð, sem er vel aðgengileg öllum er sú sem verður sett upp héðan í frá í Reykjavík. Það er nú þegar hægt að finna hana á Lækjargötu, á Geirsgötu, flestum gatnamótum á Bústaðavegi, Miklubraut við Lönguhlíð, Háaleitisbraut við Ármúla, Ármúla við Vegmúla, Suðurlandsbraut við Vegmúla.

Hér sést nýrri gerðin sem var áður líst. Þessi stendur við Miklubraut

Ef blindir og sjónskertri einstaklingar upplifa vanda við það að komast yfir götu þar sem þeir búa eða starfa hvetjum við þá að hafa samband við Blindrafélagið, Þjónustu og Þekkingar miðstöð fyrir binda og sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón og heyrnarskerðingu og sveitarfélagið.