Blindrafélagið semur við Mosfellsbæ um akstursþjónustu fyrir lögblinda íbúa

Blindrafélagið og Mosfellsbær hafa samið um að Blindrafélagið taki að sér að veita  lögblindum íbúum Mosfellsbæjar akstursþjónustu. Samningrinn tekur gildi frá og með 1 janúar 2021.

Blindrafélagið hefur gert samskonar samninga við Reykjavík, Seltjarnanes, Kópavog og Hafnarfjörð. Að auki hefur Blindrafélagið samið við fjölmörg sveitarfélög út á landi um akstursþjónustu fyrir lögblinda íbúa þessara sveitarfélaga þegar þeir eiga erindi á höfupðborgarsvæðið.

Frekari upplýsingar um Ferðaþjónustu Blindrafélagsins eru hér.

Aftur í efnisyfirlit.