Boð á aðalfund Blindrafélagsins.

 

Stjórn Blindrafélagsins boðar til aðalfundar félagsins. Fundurinn verður haldinn laugardaginn 15. maí 2021 á stafrænanhátt á forritinu Zoom og hefst hann kl. 13:00. 

Athygli er vakin á því að réttur til setu á aðalfundi, og þar með talið kjörgengi, fellur niður ef félagsgjöld eru ógreidd. 

Tilkynning um framboð til stjórnar Blindrafélagsins.

Á aðalfundi  Blindrafélagsins þann 15. maí næstkomandi verður kosið í stöður tveggja aðalmanna og tveggja varamanna í stjórn Blindrafélagsins og ræður atkvæðafjöldi því hverjir taka sæti sem aðalmenn og varamenn.

Eftirtaldir hafa gefið kost á sér:
Guðmundur Rafn Bjarnason.
Halldór Sævar Guðbergsson.
Kaisu Kukka-Maaria Hynninen.
Rósa Ragnarsdóttir.

Allir þessir frambjóðendur hafa verið úrskurðaðir kjörgengir samkvæmt lögum félagsins af kjörnefnd.

Hægt er að lesa nánar um aðalfundi félagsins í lögum Blindrafélagsins (8., 9. og 10. gr.). 

Fyrir hönd stjórnar Blindrafélagsins, 

Kristinn Halldór Einarsson. 
Framkvæmdastjóri.