Dagur Hvíta stafsins - Opið hús laugardaginn 15. október.

 

Nú er komið að fyrsta laugardags opna húsinu og verður haldið á degi Hvíta stafsins laugardaginn 15. október, í sal Blindrafélagsins, Hamrahlíð 17 og hefst kl. 11.00.

Við byrjum að vanda á að hlusta á erindi frá Gauta Grétarsyni. Hann Gauti er sjúkraþjálfari sem býr yfir gríðarlegri reynslu og þekkingu í faginu. Hann mun fara vel yfir hvaða áhrif mikil kyrrseta getur haft, að hverju er gott að huga varðandi vinnuaðstöðu, líkamsbeitingu ofl.

Gauti Grétarsson er löggiltur sjúkraþjálfari og hefur starfað við fagið í fjölda ára og stofnaði eina fyrstu einkareknu sjúkraþjálfunarstöð borgarinnar, Sjúkraþjálfun Reykjavíkur árið 1988. Þar að auki hefur hann m.a. farið sem sjúkraþjálfari á ólympíuleikana árin 1996, 2000, 2002, 2008 og 2012. Hann hefur einnig starfað sem ráðgjafi fyrir hin ýmsu íþróttalið sem og einstaka íþróttamenn á við Guðjón Val Sigurðsson.

Síðan mun hún Katla bjóða okkur upp á dýrindis lambasteik, steikar kartöflur, ferskt salat og sósu. Hlynur Þór Agnarsson félagsmaður mætir svo til okkar og spilar fyrir okkur ljúfa tóna.

Verðið er fyrir matinn og dagskránna eru 1.500 kr á mann sem greiðist við skráningu. Skráning er hafin og hægt að skrá sig á skrifstofu félagsins í síma 525-0000 eða á netfangið afgreidsla@blind.is
Skráningu líkur miðvikudaginn 12. október kl 16:00.

Þar sem við ætlum að hittast á degi Hvíta stafsins þá hvetjum við alla að mæta með Hvíta stafinn sinn og allir þeir sem hafa hann meðferðis fara í smá happdrættispott með möguleika á að vinna glæsilega vinninga.

Kæru félagsmenn nú er um að gera að skrá sig og mæta í stuðið.
Bestu kveðjur
Lára Kristín