Félagsfundur Blindrafélagsins haldinn miðvikudaginn 25. febrúar 2021 kl. 17:00

Félagsfundur Blindrafélagsins haldinn miðvikudaginn 25. febrúar 2021 kl. 17:00  

1. Fundarsetning 

Formaður Blindrafélagsins Sigþór U. Hallfreðsson opnaði fundinn og sagði að fundurinn væri  fjórði viðburður á Zoom á vegum félagsins. Hljóðupptaka af fundinum verður einnig birt á miðlum félagsins.  

 

2. Kosning starfsmanna fundarins 

Bryndís Snæbjörnsdóttir var kjörinn fundarstjóri og Marjakaisa Matthíasson fundarritari. 

 

3. Kynning viðstaddra 

Fundinn sóttu 19 manns.   

 

4. Afgreiðsla fundargerðar seinasta félagsfundar 

Engar athugasemdir voru gerðar og því var fundargerðin samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. 

 

5. Yfirferð aðgengisverkefna Blindrafélagsins 

Aðgengisteymið skipa Baldur Snær Sigurðsson, Eyþór Kamban Þrastarson og Hlynur Þór Agnarsson.  

 

Hlynur byrjaði kynninguna með því að segja að þeir skipta verkefnið í þrjá flokka:  stafrænt aðgengi, tæki og tól og ferilfræðilegt aðgengi. 

 

Stafrænt aðgengi:  

Hlynur nefndi fyrst vefþuluna og sagði stofnanir, skóla, sveitafélög og nokkur fyrirtæki hafa sýnt áhuga á að setja upp vefþulu á síðum sínum. Það er einnig markmið að ná henni í Inna.  

 

Aðgengisteymið gerir einnig athuganir á aðgengi á vefsíðum og hefur m.a. kannað aðgengi hjá síðum Neyðarlínunnar, Heimakaups, Krónunnar, Símans og Ísland.is, en einnig á smáforritum eins og Lyfja app. Samstarfsaðilar Blindrafélagsins í aðgengismálum eru hugbúnaðarfyrirtækin Stokkur, Siteimprove, Hvíta húsið og Stefnan.  

 

Baldur sagði frá samstarfinu með RÚV. Stofnunin er öll af vilja gerð til að bæta aðgengi á vefnum sínum og í smáforritinu. Það er enn í þróun og RÚV hlustar á sjónarmið Blindrafélagsins. Einnig er verið að skoða framleiðslu sjónlýsingar um leið og efnið er búið til en þetta er tæknilega erfitt að framkvæma í dag. RÚV hefur boðið Blindrafélaginu að taka þátt í þróunarstarfið m.a. í sambandi við kosningarvefinn svo að hann verði aðgengilegur. 

 

Hlynur kynnti einnig músamottu sem félagið hefur látið framleiða með leiðbeiningum um netaðgengi á ensku. 

 

Nokkrir félagsmenn komu með ábendingar um vefsíður og smáforrit sem mætti skoða nánar, m.a. strætóappið sem er erfitt í notkun og vefsíðu HÍ með flettiflipa sem hverfa of fljótt. Einnig var kvartað yfir of stuttum tíma í kaupferli á síðum tix.is og Icelandair.  

 

Hlynur sagði frá því að hann hafi verið nýlega á fundi með Strætó og að nýtt smáforrit væri á leiðinni. Bent var einnig á að notendur eigi að hafa samband við fyrirtæki og stofnanir ef heimasíðan er óaðgengileg.   

  

Tæki og tól 

Baldur kynnti vefvarpið og sagði frá því að reynt hafi verið að fá aðrar stöðvar til að setja inn textalesturinn. Í vervarpinu eru einnig aðgengileg 20 mismunandi hlaðvörp og hægt er að bæta inn vefsvæðum sem notendur langar að fylgjast með. Einnig er hægt að hlusta á efni frá félaginu m.a. stólajóga, opna húsið, Hljóðbrot og ýmsir fyrirlestrar. Vefvarpið verður í notkun á komandi árum og meira en helmingur félagsmanna er kominn með vefvarpið.  

 

Hlynur sagði frá tveim stórum verkefnum - hraðbanka og snertiposa hjá Borgun (Saltpay). Innsláttarsvæðið á snertiposum er óaðgengileg og verið er að reyna að finna lausn til að gera þá aðgengilega. Einnig stendur til að reyna að fá hraðbanka til að tala. Smáforritið Be my Eyes var tekið í notkun á Íslandi í október. Notandinn getur valið hvort hann hringir í Blindrafélagið eða almennt í forritið.   

 

Íslensku raddirnar Karl og Dóra hætta sennilega að virka ef Android snjalltæki verða uppfærð í Android 11 stýrikerfið. Þess vegna er mæt með því að ekki uppfæra Android tækin ef raddirnar eru mikið notaðar. Það er ekki öruggt að hægt sé ná þeim til baka. Almannarómur og SÍM hafa brugðist við og sett þróun nýrra radda í forgang. Þær áttu að verða tilbúnar árið 2022, en nú er vonast til að nýju raddirnar verða tilbúnar fyrr. Karl og Dóra virka áfram í Windows og í vefvarpinu.  

  

Einnig hefur verið leitað að aðgengilegum símum með tökkum og talgervil. Einn mögulegur er BlindShell sími sem er í skoðun hjá ÞÞM. 

 

Spurningar 

Spurt var hvort sjálfsafgreiðslukassar gætu verið með heyrnatól jafnvel þó að búðirnar vilja bjóða aðstoð þeim sem þess óska. Einnig var spurt um leiðir hvort hægt væri að gera posa aðgengilegri með því að hafa textann stærra og láta takkana pípa. Það er óæskilegt að fórna öruggi notenda með því að sleppa pinnnúmerinu. Einn möguleiki er að nota símann til að greiða með því að sýna hann posanum .   

 

Ferilfræðilega aðgengi:  

Til stendur að búa til leiðbeiningar fyrir mesenger og facebook og kynna flýtilykla fyrir Zoom, Fleiri hugmyndir um leiðbeiningar eru vel þegnar. Eyþór syndi hvernig hægt er að nota skjálestur til að finna ákveðna hluti í mesenger og hvernig Word sýnir stafsetningarvillur.  

 

Hlynur sagði frá fyrirhuguðum breytingum hjá húsi félagsins. Leiðarlína verður lögð að húsinu og við innganginn á annarri hæð verður sett upp áherslusvæði og hliðin fyrir framan tröppunum fjarlægð. Hann kynnti einnig NaviLens upplýsingakóða sem geymir merkingar og staðsetningarmerki.  

 

6. Önnur mál. 

Sigrún Bessadóttir þakkaði fyrir fundinn sem hún gat tekið þátt í frá Finnlandi.  

 

7. Fundarslit 

Fundarstjóri þakkaði fyrir góðan fund. Hann ítrekaði að við værum öll aðgengisfulltrúar og ættum að láta vita ef heimasíður eru óaðgengilegar. Hann sleit fundinum kl. 19:15.