Framboð til stjórnar Blindrafélagsins

Laugardaginn 26. september kl. 13:00 rann út frestur til að skila inn framboðum til formanns og stjórnar Blindrafélagsins fyrir aðalfund félagsins sem haldinn verður laugardaginn 17. október.
Kosið verður til embættis formanns, tveggja aðalmanna og tveggja varamanna til tveggja ára.
Sjá nánar í lögum félagsins.

Þessir eru í framboði:

Til formanns:

 • Arnþór Helgason.
 • Sigþór U. Hallfreðsson.

Til tveggja aðalmanna og tveggja varamanna í stjórn:

 • Arnþór Helgason.
 • Ásdís Evalalía Guðmundsdóttir.
 • Bergvin Oddsson.
 • Dagný Kristmannsdóttir.
 • Eyþór Kamban Þrastarson
 • Ísak Jónsson.
 • Rúna Garðarsdóttir.
 • Svavar Guðmundsson. (Gefur kost á sér sem aðalmaður).
 • Þórarinn Þórhallsson.

Kjörnefnd hefur yfirfarið kjörgengi frambjóðenda og úrskurðar alla frambjóðendur kjörgenga.

Samkvæmt lögum félagsins ber stjórn félagsins að undirbúa kosningu til formanns og stjórnar.

Öllum frambjóðendum mun verða gefinn kostur á að kynna sig á miðlum félagsins.

Fyrir hönd kjörnefndar Blindrafélagsins.
Brynja Arthúrsdóttir.

Fréttin var uppfærð 02.10.2020.