Fundargerð félagsfundar 16. mars 2023.

Fundargerð félagsfundar 16. mars 2023.

1. Fundarsetning.

Formaður félagsins Sigþór U. Hallfreðsson setti fundinn kl. 16:00.

2. Kynning fundargesta.

Fundinn sóttu 23 fundarmenn en 3 tóku þátt rafrænt.

3. Kjör starfsmanna fundarins.

Unnur Þöll Benediktsdóttir var kosin fundarstjóri og Marjakaisa Matthíasson fundarritari.

4. Afgreiðsla fundargerðar síðasta félagsfundar, sem er neðar í fréttabréfinu og í vefvarpinu.

Fundargerð síðasta fundar var samþykkt.

5. Landsáætlun um innleiðingu á samningi Sameinuðu þjóðanna (SSÞ) um réttindi fatlaðs fólks (SSÞ).

Rósa Maria Hjörvar kynnti samninginn með því að segja að Sameinuðu þjóðirnar hafi samþykkt samninginn um réttindi fatlaðs fólks árið 2006 og að hann hafi verið undirritaður hér á landi í kjölfarið en enn ekki lögfestur.

Þór Þórarinsson frá Félags- og vinnumálaráðuneytinu tók til máls og lagði áherslu á að hér væri gríðarleg tækifæri. Búið var að fullgilda SSÞ árið 2016 og var stór hluti af íslenskum lögum aðlagaður að samningnum. Til þess að ná að vinna vel að lögfestingu samningsins þarf að hafa skýr markmið, eiga góð samskipti við alla sem koma að vinnunni. Ríki, sveitarfélög og hagsmunasamtök þurfa að sitja við borðið.

Nú er verið að vinna að þróun landsáætlunar um SSÞ sem inniber heilstæða stefnumótun. Öll ráðuneyti, ÖBI og Samband Íslenskra Sveitarfélaga taka þátt í samstarfinu. Árið 2021 var ákveðið að fara í heildarendurskoðun á lögum 38 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Lögin voru sett árið 2018. Samhlíða þessari vinnu var gerð samantekt af kostnaði og var sú skýrsla tilbúin á svipuðu leyti. Landáætlunin er unnin í sjö ára ramma og gildir til ársins 2030.

Árið 2022 var stofnaður starfshópur um kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Sveitarfélög kveinka sér undan því hve mikið þjónusta við fatlaða kostar. Þessi umræða hefur verið of lengi í gangi á milli ríkis og sveitafélaga. Það þarf að koma á hreint hver ber ábyrgð á hvað.

Í þessari stefnumótunarvinnu er lagt áherslu á 33 virkum greinum í SSÞ og eru þær tilgreindar sem markmið. Búið er ákveða 24 grunnverkefni. 11 starfshópar taka þátt í vinnuna og hafa tiltekna greina samningsins á sinni könnu.

Nokkrir vinnuhópar kynntu sína vinnu á Teams. Alma í vinnuhópi nr. 2 sagði að hópurinn hennar vann með greinum 12, 13 og 14. Þær fjalla um jafnan aðgang að lögum, réttinum og sjálfsákvörðunarrétt. Hópurinn skorar á heildarendurskoðun á lagabálka á lögræðislögum, lög um réttindagæslu fatlaðs fólks og á lögum um sjúklinga.

Bergþór, í hóp nr. 6 kynnti niðurstöður frá sínum hópi. Þeir fjölluðu um 11. greinina um neyðarástand og mannúðaraðstoð, 18. greinina um ferðafrelsi og ríkisfang um 32. greinina um alþjóðasamstarf. Áherslan í umræðunni var á móttöku fatlaðs flóttafólks og umsóknum um alþjóðlega vernd. Hópurinn lagði m.a. til samræmingu verkferla hjá þeim sem taka á móti flóttamönnum. Einnig þarf að tryggja að flugfélög mismuni ekki fólk vegna fötlunar.

Hópur 8 lagði til að þjónusta og fjármagn fylgi einstaklingi en ekki stofnun. Hópur 11 kom með tillögur um endurskoðun á almannatryggingarkerfinu, að það yrði lokið fyrir lok árs 2024 í samráði við fatlað fólk, og að tekjuskerðingar væru minnkaðar og komið væri í veg fyrir víxlverkun í kerfinu, Einnig þarf að tryggja húsnæðisöryggi fatlaðra með því að byggja nóg af húsnæði og búa til sérstakan lánaflokk og sérstakt greiðslumat.

Opnað var fyrir fyrirspurnir.

Rúna Garðarsdóttir var að velta því fyrir sér af hverju vinnunni á ekki að ljúka fyrr en eftir sjö ár. Rósa María Hjörvar útskýrði að unnið væri í tveim fösum. Samningurinn yrði lögfestur fyrir 31. desember 2024. Þór tók við og sagði að byrjað yrði á brýnustu verkefnin. Öll stjórnsýslan er undir í þessu, því verkefnið er risastórt.

Eliona Gjeci spurði hvort enn væri hægt að fylgja hópunum og hvaða hópur fjallar um grein 6 um konur. Hún bætti við nokkrum spurningum sem Þór lofaði að svara í tölvupósti. Hver sem er velkominn í að taka þátt í þessari vinnu.

Þór sagði frá norrænu samstarfi um stafræna þróun að beiðni Sigþórs. Markmiðið er að tryggja stafræna umhverfi til stuðnings þeim sem ekki geta notað stafrænar lausnir í dag. Ísland fer með formensku í ár og leggur áherslu á að reyna að finna sameiginlegt platform fyrir allar lausnir. Æskilegt væri að ná allri þjónustu undir einn aðgengisgrunn.

6. Önnur mál.

Sigríður Björnsdóttir kom með tillögu um dagskráatriði fyrir dag hvíta stafsins: að leyfa ráðamönnum að nota snertiposa blindandi.

Rúna Garðarsdóttir minnti á vorfagnað sem verður haldinn 24. mars nk.

Rósa Ragnarsdóttir spurði um byggingarframkvæmdir í húsinu. Formaðurinn sagði frá því að þær væru að hefjast með því að rjúfa þaki í næstu viku og að framkvæmdirnar yrðu á fullu í sumar og í haust. Einnig stendur til að fá Hljóðbókasafnið aftur í Hamrahlíðina.

7. Fundarslit.

Formaðurinn sleit fundinn kl. 17:50.