Fundargerð 10. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2024 –2025, haldinn miðvikudaginn 5. mars 2025, kl 15:00.
Stjórn og framkvæmdastjóri:
Sigþór U. Halfreðsson (SUH) formaður, (2024 - 2026)
Rósa María Hjörvar (RMH) varaformaður, (2024 - 2026)
Kaisu Kukka-Maaria Hynninen (KKMH) ritari, (2023 - 2025)
Sandra Dögg Guðmundsdóttir (SDG) gjaldkeri, (2024 - 2026)
Unnur Þöll Benediktsdóttir (UÞB) meðstjórnandi, (2023 - 2025)
Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir (ÁEG) varamaður, (2024 - 2026)
Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) varamaður, (2023 - 2025)
Halldór Sævar Guðbergsson (HSG) varamaður, (2023 - 2025)
Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður, (2024 - 2026)
Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri
Forföll : UÞB
Fundarsetning
SUH setti fundinn, sem haldinn var í Hamrahlíð 17 og á Teams. Fyrir fundinum lá tillaga að dagskrá sem samþykkt var samhljóða. Fundarboð, dagskrá og fundargögn má sjá á Teams svæði stjórnar.
Lýst eftir öðrum málum.
Engin önnur mál
Inntaka nýrra félaga.
SUH bar upp umsóknir 12 umsækjenda og voru þær samþykktar með fyrirvara um staðfestingu aðalfundar.
Skýrslur, bréf og erindi.
Í skýrslu formanns var fjallað um:
- Atvinnuþátttaka blindra og sjónskertra
- Fræðsluröð ÖBÍ
- Færnibúðir í haust
- CampAbility búðir í USA í sumar
- Starfshópur um aukna þátttöku fatlaðra í menningar og listalífi
- Stefnumótun
- Félagsfundur
- Á döfinni og mikilvægar dagsetningar.
Í skýrslu framkvæmdastjóra var fjallað um:
- Styrkir frá félagsmálaráðuneytinu.
- Stuðningur til sjálfstæðis
- Blindravinnustofan
- Framkvæmdir á 5 hæð
- Hljóðbókasafn Íslands
- Fjáraflanir
- Starfsmannamál
- Blindrafélaginu hefur hlotnast erfðafjárgjöf
- Blindravinafélagið
- Aðgengismál
Samþykkt var að auglýst yrði eftir styrktar umsóknum fyrir vorúthlutun stuðningur til sjálfstæðis.
Félagsfundur
Félagsfund Blindrafélagsins verður haldinn miðvikudaginn 26 mars nk.
Efni fundarins verður kynning á fjölbreyttu félagsstarfi Blindrafélagsins og að tillögu RMH að leita eftir að fá fulltrúa Isavia til að kynna uppsetningu á leiðarlínum á Keflavíkurflugvelli. Skrifstofu falið að skipuleggja fundinn.
Rekstrar- og verkefnastyrkir félagsmálaráðuneytis til Blindrafélagsins.
Nú liggja fyrir styrkveitingar til starfsemi Blindrafélagsins fyrir árið 2025. Félaginu voru úthlutaðar 2 milljónir til íslenskunáms fyrir félagsmenn sem er sama tala og fyrir árið 2024. Fyrir árið 2024 fékk Blindrafélagið 15 milljón króna rekstrarstyrk en fyrir 2025 fékk það 0 kr. Eftirfarandi skýring var gefin:
Vísað er til umsóknar um styrk á grundvelli auglýsingar 27. september sl. um úthlutun styrkja til félagasamtaka til verkefna og starfsemi sem heyra undir málefnasvið ráðuneytisins. Því miður reyndist ekki unnt að veita styrk til reksturs Blindrafélagsins.
Í ár var sótt um styrki fyrir 824 m.kr. og til úthlutunar voru 75,5 m.kr. Yfirlit yfir styrkþega munu birtast á vefsíðu ráðuneytisins að lokinni úthlutun.
Á árinu 2022 var rekstrarafkoman félagsins neikvæð um 1.8 m.kr. og árið 2023 var hún neikvæð upp á 5.7 m.kr.
Stefnumótun
Samþykkt var að setja í gang stefnumótunarvinnu á vegum félagsins og verður fyrsti vinnufundur fimmtudaginn 13 mars. SUH falið að finna aðila til að halda utan um og stýra stefnumótunarvinnunni. Vinnan skal byggð á fyrirliggjandi stefnumótun.
Auk stjórnar verða lykilstarfsmenn Blindrafélagsins þátttakendur.
Önnur mál.
Engin önnur mál
Fundi slitið kl: 16:23
Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson