Fundargerð stjórnar nr. 21 2019-2020

Fundargerð 21.  stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2019 – 2020, haldinn miðvikudaginn 9. september kl. 16:00.

Mættir: Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, Lilja Sveinsdóttir (LS) varaformaður, Kaisu Hynninen (KH) ritari, Eyþór Kamban Þrastarson (EKÞ) gjaldkeri, Dagný Kristmannsdóttir (DK) varamaður, Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður, Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður, Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri.

Forföll: Hlynur Þór Agnarsson (HÞA), Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) varamaður

1. Fundarsetning.

SUH setti fundinn og bar upp tillögu að dagskrá, sem send hafði verið út með fundarboðinu. Var tillagan samþykkt.

2. Afgreiðsla fundargerðar.

Fundargerð 20. fundar, sem send var stjórnarmönnum strax eftir fundinn og aftur fyrir fund, var samþykkt samhljóða,.

3. Lýst eftir öðrum málum.

KH boðaði annað mál.

4. Inntaka nýrra félaga.

Fyrir lá listi yfir nýja félagsmenn og var aðild þeirra samþykkt með fyrirvara um samþykki aðalfundar.

5. Skýrslur, bréf og erindi.

Í skýrslu formanns var fjallað um:

  • Aðalfundur Retina International.
  • Lærdómur af aðalfundi í fjarfundabúnaði.
  • Rafrænar kosningar.
  • Frestaður aðalfundur Blindrafélagsins.
  • Mikilvægar dagsetningar.  

Í skýrslu framkvæmdastjóra var fjallað um:

  • Fjáraflanir.
  • Húsnæðismál.
  • Eignastýring á sjóðum félagsins. 
  • Leiðsöguhundaverkefnið.
  • Blindravinnustofan. 
  • Ferðaþjónusta.
  • Styrktarsjóður Blindravinafélags Íslands og Blindrafélagsins -
    Stuðningur til sjálfstæðis auglýsir eftir umsóknum.      
  • Starfsmannamál.    

6. Aðalfundur Blindravinnustofunnar.

KHE gerði grein fyrir að á seinasta stjórnarfundi BVS þann 2 september, hafi stjórnin ákveðið að boða til aðalfundar 16. September kl 12:00 í Hamrahlíð 17. Á stjórnarfundinum var ársreikningur félagsins fyrir 2019 lagður fram og kynntur af endurskoðanda félagsins, þeim Hjördísi Ólafsdóttur og Erlu Kristinsdóttur frá KPMG. Meginniðurstaðan í rekstri BVS á árinu 2019 er hagnaður upp á 7,3 milljónir króna. Eigið fé félagsins  31.12.2019 er 46 milljónir króna.

Stjórn samþykkti að fela formanni að formanni að fara með atkvæði Blindrafélagsins á  aðalfundinum.

7. Aðalfundur Blindrafélagsins.

SUH kynnti hugsanlegt fyrirkomulag á aðalfundi sem væri til þess fallið að mæta gildandi sóttvarnarreglum og ráðstöfunum, ásamt lýsingu á kosningakerfi sem að ÖBÍ er með í smíðum.
Niðurstaða stjórnar var að stefna að því að halda aðalfundinn 17 október og að fundurinn yrði væri bæði rafrænn í Zoom og eins með hefðbundnu sniði. Reglur um framkvæmd kosninganna þarf að taka til endurskoðunar með þetta í huga.  

8. Önnur mál.

KH: Setti fram spurningu um hvernig félagið gæti kynnt fyrir almenningi hvernig það er að vera sjónskertur og blindur. Umræður þar sem m.a. var bent á fyrri og núverandi útgáfu og kynningastarf á vegum félagsins.

KHE tilkynnti að endurskoðandi félagsins Guðný Helga Guðmundsdóttir hefði látist s.l. laugardag eftir stutta baráttu við krabbamein.

 

Fundi slitið kl. 18:00.

Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.