Fundargerð stjórnar nr. 23 2019-2020

Fundargerð 23.  stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2019 – 2020, haldinn miðvikudaginn 6. október kl. 15:00.

Mættir: Lilja Sveinsdóttir (LS) varaformaður, Kaisu Hynninen (KH) ritari, Eyþór Kamban Þrastarson (EKÞ) gjaldkeri, Dagný Kristmannsdóttir (DK) varamaður, Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður, Þórarinn Þórhallsson varamaður, Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri.

Forföll: Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, Hlynur Þór Agnarsson (HÞA), Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) varamaður.

Á dagskrá var eitt mál. Áhrif nýrra sóttvarnareglna um 20 manna hámark á samkomum og áhrifin sem það hefur á fyrirhugaðan aðalfund félagsins þann 17 október.

Eftir umræður þá var tillaga LS, um að hafa aðalfund félagsins þann 17 október eingöngu rafrænan, samþykkt samhljóða.

KHE bar upp erindi frá Arnþóri Helgasyni um að fá skoðunar aðgang að félagatali Blindrafélagsins. Var beiðninni hafnað á þeim forsendum að sú stefna hafi verið mörkuð að félagatalið væri ekki notað í kosningabaráttu innan félagsins. Kynning á frambjóðendum á vettvangi félagsins fer fram á miðlum félagsins.   

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:40.

Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.