Fundargerð stjórnar nr. 6 2019-2020

Fundargerð 6. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2019 – 2020, haldinn miðvikudaginn 16. október kl. 16:00 að Hamrahlíð 17.

Mættir: Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, Lilja Sveinsdóttir (LS) varaformaður, Kaisu Hynninen (KH) ritari, Eyþór Kamban Þrastarson (EKÞ) gjaldkeri, Dagný Kristmannsdóttir (DK) varamaður, Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) varamaður, Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður, Þórarinn Þórhallsson varamaður, Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri

Á meðan á ótímabundnu leyfi Hlyns stendur vegna starfa sinn á skrifstofu félagsins, þá tekur Guðmundur Rafn Bjarnason sæti sem aðalmaður.

1. Fundarsetning.

SUH setti fundinn og bar upp tillögu að dagskrá, sem send hafði verið út með fundarboðinu. Var tillagan samþykkt.

EKÞ boðaði önnur mál.

2. Afgreiðsla fundargerðar.

Fundargerðir 5. fundar, sem send hafði verið stjórnarmönnum fyrir fundinn, var samþykkt samhljóða.

3. Skýrslur bréf og erindi.

Í skýrslu formanns var fjallaði um:

 • Dagur Hvíta stafsins 15 október.
 • Stuðningur til sjálfstæði, úthlutun.
 • Aðalfundur ÖBÍ 4-5 október.
 • Málefnahópa ÖBÍ.
 • Fjölmiðlahópur ÖBÍ.
 • Hádegisspjall 26 september.
 • Fræðsluerindaröðin.
 • Ráðstefnan Blindrafélagsins um heilatengda sjónskerðingu CVI í október 2019.
 • Aðalfundur EBU 28-30 október.
 • Mikilvægar dagsetningar.

Í skýrslu framkvæmdastjóra var fjallað um:

 • Rekstraryfirlit janúar til september.
 • Fjáraflanir.
 • Húsnæðismál.
 • RIWC2020.
 • Dagur Hvíta stafsins.
 • Starfsmannamál.

Erindi:

Fyrir lá erindi frá Þorkeli J. Steindal félagsmanni og leiðsöguhundanotanda þar sem hann óskar eftir að í garðinum verði komið upp aðstöðu þar sem að hægt sé að sleppa lausum hundunum í. Gerðið sem nú er við austurgaflinn þykir ekki nógu stórt.

Framkvæmdastjóra falið að gera tillögu að útfærslu á næsta fundi.

4. Inntaka nýrra félaga.

Í september mánuði bárust 6 umsóknir um félagsaðild. Voru umsóknirnar allar samþykktar með fyrirvara um staðfestingu aðalfundar.

5. Ársfjórðungs uppgjör á rekstri Blindrafélagsins.

KHE gerði grein fyrir rekstrartölum fyrir fyrstu níu mánuði ársins. Sá fyrirvari er þó á að ekki er búið að stemma af alla liði. Engu að síður ættu tölurnar að gefa nokkuð góða sýna á reksturinn frá janúar til september. Megintölurnar eru eftirfarandi:

 • Rekstrartekjur eru 174,4 mkr sem er 5,8% yfir áætlun.
 • Rekstrargjöld eru 163,7 mkr sem er 1,2% undir áætlun.
 • Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnskostnað (EBIDTA) er 10,7 mkr.

Nánari sundurliðanir eru í rekstraryfirliti sem sent var stjórnarmönnum í fundargögnum fyrir fundinn.

Stjórnarmenn lýstu ánægju sinni með niðurstöðu rekstursins.

6. Aðalfundur EBU.

Fulltrúar Blindrafélagsins verða SUH, EKÞ, KH og Marjakaisa, Lára af skrifstofunni verður til aðstoðar. SUH sagði frá því að Blindrafélagið hefði haft frumkvæði að því að leggja ályktun fyrir þingið um sólarlagsákvæði fyrir ábyrgðarstöður innan EBU. Sænsku, norsku, finnsku samtökin flytja einnig tillöguna. Í framhaldi af GEAR verkefni EBU er komin fram tillaga að ályktun í þremur liðum sem snýr að jafnréttisáherslum. Blindrafélagið mun styðja ályktanirnar í megin atriðum þó efasemdir séu um þann hluta sem snýr að kynjakvótaákvæði.

7. Félagsfundur.

SUH gerði grein fyrir að félagsfundur sé áformaður 14 nóvember.

SUH gerði að tillögu sinni að Kolbeinn Stefánsson yrði fenginn til að kynna skýrslu sína um meinta fjölgun öryrkja. Var það samþykkt. Jafnframt var samþykkt að taka einnig fyrir á fundinum nýja íslenska þýðingu á samantekt EBU á völdum atriðum úr samningi SÞ. Til vara verði SÍM fengið til að kynna vinnu við Máltækni fyrir íslensku. Formanni var falið að finna fundarstjóra og fundaritari kæmi úr hópi starfsmanna.

8. Bakhjarlar.

KHE gerði grein fyrir drögum að samstafssamningum við Miðlun/Takk um að Miðlun/Takk taki að sér að uppfæra bakhjarlakerfi Blindrafélagsins og reka það. Samningarnir eru til tveggja ára. Um er að ræða tvo samninga. Annarsvegar öflunar samning og samning um rekstur bakhjarlakerfisins. Fyrsta skrefið verður að senda öllum bakhjörlum félagsins gleraugnaklút að gjöf og með klútnum verði bréf þar sem áform um uppfærslu bakhjarlagjalda verða kynnt. Uppfærsla felur það í sér að bakhjörlum verður boðið að skipta úr ársgjaldi í mánaðargjald.

Stjórn samþykkti að gefa framkvæmdastjóra heimild til að ganga til samninga við Miðlun.

9. Húsnæðismál.

Í lok nóvember þá rennur út leigusamningu við Stóreignamenn vegna leigu á salnum á annarri hæð. Hugmyndir hafa verið upp um að nýta salinn undir létta líkamsræktaraðstöðu eins og jóga, dans og aðra hreyfingu fyrir félagsmenn. Leigutekjur á ári af þessu húsnæði eru um 1,8 milljónir króna.

Stjórnin samþykkti að gefa framkvæmdastjóra heimild til að taka rýmið undir líkamsræktaraðstöðu í tilraunarskyni. Verkefnið verði endurmetið í júní 2020.

10. Önnur mál.

SUH sagði frá því að aðgengi við aðalinnganginn í Hamrahlíð 17 væri til skoðunar hjá aðgengisteymi félagsins og Miðstöðvarinnar í tilefni framkominni athugasemd.

EKÞ. Óskaði eftir að tekið yrði til umræðu á næsta fundi persónuvernd í tengslum við Ferðaþjónustu Blindrafélagsins.

Var framkvæmdastjóra falið að undirbúa umfjöllun um málið fyrir næst stjórnarfund.

Fundi slitið kl. 18:40.
Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.