Fundargerð stjórnar nr. 6 2021-2022

Fundargerð 6. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2021 – 2022, haldinn miðvikudaginn 3. nóvember kl. 15:00.

Mættir: Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir (ÁEG) varaformaður, Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) gjaldkeri, Kaisu Hynninen (KH) ritari, Eyþór Kamban Þrastarson (EKÞ) meðstjórnandi, Dagný Kristmannsdóttir (DK) varamaður, Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður, Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður, Halldór Sævar Guðbergsson (HSG) varamaður, Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri.

Forföll:

1.     Fundarsetning.

SUH setti fundinn, sem haldinn var á Teams. Fyrir fundinum lá tillaga að dagskrá sem samþykkt var samhljóða.

2.     Afgreiðsla fundargerðar.

Afgreiðsla fundargerðar seinasta fundar, sem legið hefur frammi á Teams svæði stjórnarinnar var frestað. 

3.     Lýst eftir öðrum málum.

KH boðaði mál.

4.     Inntaka nýrra félaga.

Fyrir fundinum lágu umsóknir um félagsaðild frá 7 einstaklingum. Voru umsóknirnar samþykktar með fyrirvara um samþykki aðalfundar.

5.     Skýrslur, bréf og erindi.

Erindi frá Arnþóri Helgasyni um aðgengishindranir á vefsíðu sjukra.is. Þegar hefur verið brugðist við erindinu á skrifstofunni þar sem aðgengisfulltrúi tók það til meðferðar.

Í skýrslu formanns var fjallað um:

  • Félagsfundur í nóvember.
  • Styrktarsjóður Blindravinafélags Íslands og Blindrafélagsins Stuðningur til Sjálfstæðis – skipulag og umgjörð.
  • Stuðningur til Sjálfstæðis, úthlutun haust 2021.
  • Sjóðurinn Blind börn á Íslandi – úthlutun 2021.
  • Tilnefningar Blindrafélagsins í málefnahópa ÖBÍ.
  • NSK 2021
  • Viðburðir fram undan og mikilvægar dagsetningar.
  • Fundartímar stjórnar.        

HSG spurðist fyrir um fjárhagsstöðu sjóðsins Blind börn á Íslandi. SUH svaraði.

Í skýrslu framkvæmdastjóra var fjallað um:

  • Fjáraflanir.
  • Blindravinnustofan.
  • Hamrahlíð 17.
  • Sóttvarnartakmarkanir á samkomum Blindrafélagsins.
  • Sumarbúðir.

ÞÞ spurðist fyrir út í stöðuna á BVS sem KHE svaraði.

6.     Teams .

SUH gerði grein fyrir að þessi dagskrárliður væri hugsaður til að kynna fyrir stjórnarmönnum hvernig þeir gætu sem best nýtt sér Teams svæðið í vinnu sem stjórnarmenn. EKÞ fór yfir hvernig hann notar Teams og hversu góður aðgangur er að fundargögnum ef rétt er að staðið. Ákveðið var að stefna því að halda annað örnámskeið fyrir stjórnarmenn. SUH tók að sér boða til námskeiðsins.

7.     Styrktarsjóðurinn Stuðningur til sjálfstæðis.

SUH fór yfir styrkveitingar STS á hausti 2021. Sjá í skýrslu formanns og á www.blind.is

Stjórn samþykkti úthlutanirnar samhljóða.

SUH sagði frá því að EKÞ hafi óskað eftir því að málefni sjóðsins væru tekin til umræðu. Tilgangurinn væri að leggja mat á hvort að þörf væri á því að endurskoða úthlutunarreglur sjóðsins.

KHE lagði fram yfirlit yfir úthlutanir frá 2017. Sjá skjalið hér.
Umræður urðu hvort tilefni væri til þess að gera breytingar á styrkjaflokkum.

Samþykkt var að beina því til sjóðsstjórnar að endurskoða reglu fyrir C-flokkinn með það í huga að styrkirnir nýttust betur eins og upphaflega var ætlað.

8.     Önnur mál.

KH lagði til að sköpuð verði aðstaða í setustofunni til að hafa skiptibækur á punktaletri aðgengilegar. KH og KHE var falin framkvæmd verksins.

Fundi slitið kl. 17:20.

Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.