Fundargerð stjórnar nr. 9 2024-2025

Fundargerð 9. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2024 –2025, haldinn miðvikudagur 12. febrúar 2025, kl 15:00.   

Stjórn og framkvæmdastjóri: 
Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, (2024 - 2026)     
Rósa María Hjörvar (RMH) varaformaður, (2024 - 2026)      
Kaisu Kukka-Maaria Hynninen (KKMH) ritari, (2023 - 2025)      
Sandra Dögg Guðmundsdóttir (SDG) gjaldkeri,  (2024 - 2026)
Unnur Þöll Benediktsdóttir (UÞB) meðstjórnandi, (2023 - 2025)
Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir (ÁEG) varamaður, (2024 - 2026)
Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) varamaður, (2023 - 2025)
Halldór Sævar Guðbergsson (HSG) varamaður, (2023 - 2025)     
Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður, (2024 - 2026)     
Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri 

Forföll :

Fundarsetning 

SUH setti fundinn, sem haldinn var í Hamrahlíð 17 og á Teams. Fyrir fundinum lá tillaga að dagskrá sem samþykkt var samhljóða. Fundarboð, dagskrá og fundargögn má sjá á Teams svæði stjórnar.   

Lýst eftir öðrum málum. 

Engin önnur mál.

Inntaka nýrra félaga.

Engar nýjar umsóknir

Uppgjör 2024.

Kristín Waage mætti á fundinn og fór yfir bráðabirgðaársreikning fyrir árið 2024.

Meginniðurstaða á rekstri eru

Rekstrartekjur: 356,8 millj. – 18,4 millj hærra en áætlun og 35,7 millj hærra en 2023 

Hækkun á nær öllum liðum, munar mikið um fjáraflanir, leigutekjur og vörusölu 

Rekstrargjöld: 323 millj – 6,8 millj hærra en áætlun og 2,3 millj hærra en 2023 

Hækkanir mestar á liðunum skrifstofu og stjórnunarkostnaður og kostnaður vegna  fjáraflana.  Lækkun á öðrum liðum, svo sem launakostnaði og húsnæðiskostnaði. 

Rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITA): Hagnaður upp á 33,8 milljónir – 1,5 millj. hærra en áætlað og 20,7 millj. hærra en 2023 

Ekki er búið að bóka afskriftir en ef gert er ráð fyrir svipaðri upphæð og árið 2023 má gera ráð fyrir að rekstarniðurstaða 2024 verði hagnaður upp á 14,1 milljón.  Áætlun 2024 gerði ráð fyrir hagnaði upp á 7,5 millj og niðurstaða 2023 var tap upp á 5,8 millj. 

Þessar tölur eru með þeim fyrirvara að endurskoðun hefur ekki átt sér stað.

Stefnumótun.

SUH kom með þá hugmynd að stjórn kæmi saman yfir dagspart til að rýna og vinna í stefnumótun fyrir félagið. Óskaði hann eftir að stjórnarmenn myndu gefa upp hvaða dagar myndu henta þeim best.

Önnur mál. 

Engin önnur mál.

Fundi slitið kl: 17:30

Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson