Hljóðupptaka félagsfundar Blindrafélagsins 21. nóvember 2018.

Efni fundarins:

Afhending á þremur nýjum leiðsöguhundum og stutt kynning frá Gallup á húsnæðismálum blindra og sjónskertra.
Heildartími hljóðritunar 1 klst. og 4 mín.

01 Setning formanns kl. 17.05.
Kynning viðstaddra.
Alls voru 30 manns á fundinum þar af 4-5 utan félags.
Kjör fundarstjóra sem var Helgi Hjörvar.
Kjör fundarritara, sem var Gísli Helgason.
Fundargerð síðasta félagsfundar borin upp til samþykktar.
8.12 mín.

02 Um leiðsöguhunda og sitthvað þeim tengt.
Til máls tóku: Lilja Sveinsdóttir formaður leiðsöguhundadeildar Blindrafélagsins, Björk Arnardóttir hundaþjálfari, Rúna Björg Vilhjálmsdóttir frá Acana á Íslandi, Helgi Hjörvar.
8.17 mín.

03 Afhending leiðsöguhundanna.
Til máls tóku: Sigþór U. Hallfreðsson formaður Blindrafélagsins sem afhendir Þjónustu og þekkingarmiðstöðinni nýju leiðsöguhundana, Margrét María Sigurðardóttir forstjóri Þjónustu og þekkingarmiðstöðvarinnar sem afhendir nýjum notendum leiðsöguhundana.
Þau sem fengu hunda: Þorkell Jóhann Steindal, Krzysztof Jerzy Gancarek og Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir. Í hljóðritun heyrist í ýmsum fundarmönnum þ.á.m. nýjum notendum leiðsöguhunda.
13.46 mín.

04 Önnur mál (liðurinn færður fram).
Til máls tóku: Gísli Helgason, Friðjón Erlendsson, Ingimundur Sigfússon hundaþjálfari, Rósa María Hjörvar og Lilja Sveinsdóttir.
8.27 mín.

05 Gallup könnun.
Bráðabirgðaniðurstöður um könnun um húsnæðismál blindra og sjónskertra, sem Gallup er að vinna að. Tómas Bjarnason frá Gallup kynnti.
Til máls tóku: Marjakaisa Matthíasson, og Rósa María Hjörvar.
18.33 mín.

06 Fundarslit formanns kl. 18.15.
4.10 mín.