Már Gunnarsson heldur stórtónleika 13. mars 2020. Ferð á tónleikana í boði.

Föstudaginn 13. mars næstkomandi verður félagi okkar Már Gunnarsson með tónleikana "Alive" í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ klukkan 19:30. Í tilefni þess ætlar Már að bjóða þeim sem vilja fara á tónleikana fría rútuferð til og frá tónleikastað.

Hægt er að tryggja sér sæti í rútunni hjá skrifstofu Blindrafélagsins í síma 525 0000 eða á netfangið afgreidsla@blind.is, en Blindrafélagið skráir niður rútugesti.

Farið er frá Hamrahlíð 17 klukkan 18:00 en rútan verður mætt korteri fyrir. Skráningafrestur fyrir rútusæti er til klukkan 16:00 fimmtudaginn 12 mars. Miða á tónleikana er hægt að kaupa á tix.is og kostar miðinn 3.900 kr.