Ráðstefna um heilatengda sjónskerðingu.

Það var ánægjulegt að sjá hversu margir létu sig málið varða og mættu á ráðstefnuna.

Enda var hún búin að fá töluverða umfjöllun í fjölmiðlum. Bæði lærðir og leikmenn létu sig greinilega málið varða. 
Ráðstefnan sjálf var fróðleg og góð. Meðal annars var rætt um hvernig megi greina heilatengda sjónskerðingu hjá nýburum og eldri börnum.
Sem er ákaflega mikilvægt þar sem snemmtæk íhlutun getur skipt höfuðmáli.

Allir komu frá ráðstefnunni töluvert fróðari.
Mynd af ráðstefnunni. Á myndinni sést í fyrirlestrasal þar sem margir áhorfendur eru.

 Þann 11. október voru síðan haldnar vinnustofur með fagfólki. Til að byggja undir þekkinguna sem sem fengin var á ráðstefnunni.

Viðtöl og greinar varðandi heilatengda sjónskerðingu.

Í Mannlífi 4. október birtist viðtal við Dagbjörtu um heilatengda sjónskerðingu.
6. október kom síðan viðtalið á vef blaðsins og það er hægt að lesa hér.

Estella D. Björnsson  skrifaði grein á visi.is um heilatengda sjónskerðingu. Hægt er að lesa greinina hér.

Stöð 2 tók viðtal við Hjalta og Dagbjörtu varðandi ráðstefnuna. Hægt er að lesa frétt úr viðtalinu hér.
Sjónvarpsfréttin er hér.