Retina International World Congress: Upplýsingar og drög af dagskrá.

Ráðstefnan Retina International World Congress verður haldin í tuttugasta og fyrsta sinn dagana 4. til 6. júní næstkomandi. Ísland er gestgjafi ráðstefnunnar að þessu sinni og verður hún haldinn í Hörpunni í Reykjavík.

Í viðhenginu hér að neðan er hægt að lesa meira um ráðstefnuna, upplýsingar um helstu ræðumenn og drög af dagskránni sem er boðið uppá. Athugið að skjölin eru á ensku, en enska er aðal tungumál ráðstefnunnar.

RIWC2020 Annoncement PDF skjal

RIWC2020 Sesssion and speakers priliminary program PDF skjal

Á síðasta félagsfundi Blindrafélagsins var ýtarleg kynning á ráðstefnunni og dagskránni á íslensku. Hér er hægt að hlusta á hljóðupptöku af þeim kynningum.

Kynning á ráðstefnunum RIWC2020 og NOK2020 - Helgi Hjörvar.

Kynning á dagskrá ráðstefnunnar RIWC2020 og NOK2020 - Kristinn Halldór Einarsson

Á ráðstefnunni verðir sérstök fyrirlesararöð sem ætluð er sjúklingum og aðstandendum þeirra, svokölluð leikmannalína. Þar munu erlendir og innlendir vísindamenn útskýra í einföldu máli hvað það er sem að veldur arfgengum hrörnunarsjúkdómum í sjónhimnu og hvernig rannsóknum og tilraunum miðar við að finna við þeim meðferðir og lækningar. Þeir sjúkdóma sem eru til umfjöllunar eru AMD, RP, LCA, Stargardt, Usher og fleiri.

Tilboðsverð fyrir þá sem skrá sig snemma hefur verið framlengt til 15. mars.

Stjórn Blindrafélagsins hefur ákveðið að veita félagsmönnum sínum rausnarlegan afslátt af ráðstefnugjaldinu og fer skráning fram í gegnum skrifstofu félagsins í síma 525 0000. Félagsmennt Blindrafélagsins eru hvattir láta þetta einstaka tækifæri fram hjá sér fara.

Skráning og nánari upplýsingar er að finna á síðunni https://www.riwc2020.is.