RIWC dagana 9. til 11. júní.

Dagana 9. til 11. júní 2022 stendur Blindrafélagið fyrir 21. alþjóða ráðstefnuRetina International  (www.riwc2022.is) í Hörpu. Til stóð að halda ráðstefnuna árið 2020 en vegna Covid-19 var henni frestað.


RIWC eru einstakar samkomur sem eru haldnar á tveggja ára fresti. Þar koma saman einstaklingar sem eru sjónskertir eða blindir af völdum arfgengra hrörnunarsjúkdóma í sjónhimnu, aðstandendur þeirra og vísindamenn sem að vinna að rannsóknum á þessum sjúkdómum.
Þeir sjúkdómar sem um ræðir eru meðal annars aldurstengd hrörnun í augnbotnum (AMD), Leber's congenital amaurosis (LCA), Stargardt disease, Retinitis pigmentosa (RP) og Usher syndrome þessir augnsjúkdómar eru orsakavaldar á bilinu um 80% alvarlegrar sjónskerðingar og blindu í okkar heimshluta.

Sérstök leikmannalína verður á ráðstefnunni þar sem vísindin eru útskýrð á einfaldara máli fyrir leikmenn og fara fyrirlestrarnir fram í sal Edition Hótelsins sem staðsett er við hlið Hörpu.

RIWC2022 og Norræna augnlæknaþingið (www.nok2022.com) munu deila Hörpu sem ráðstefnustað og mun fjöldi viðburða vera sameiginleg báðum ráðstefnunum, þar með talið opnunarhátíð með forseta Íslands fimmtudaginn 9. júní kl. 17:30 auk þess sem aðalfyrirlestrarnir verða hluti af sameiginlegri dagskrá.

Það er ljóst að hér er um að ræða einstakt tækifæri fyrir þá sem eru með umrædda augnsjúkdóma og aðstandendur þeirra, til að auka og dýpka skilning og vitneskju á þessum sjaldgæfu sjúkdómum, auk þess að öðlast þekkingu um hvað er að gerast á sviði rannsókna og klínískra tilrauna.

Skráning fyrir félagsmenn fer fram á skriftstofu Blindrafélagsins
Skráning og nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu RIWC.
Dagskránna er einnig hægt að finna á heimasíðu RIWC