Skrifstofa Blindrafélagsins tekur úr lás.

Í takt við tilslakanir sóttvarnaryfirvalda vegna Kóróna veirunnar þá verður skrifstofa Blindrafélagsins tekin úr lás og opnuð fyrir gangandi viðskiptavinum frá og með mánudeginum 18. maí.

Er þetta enn eitt skrefið í átt að koma aftur á hefðbundnu ástandi eins og það var áður en gripið var til þeirra öflugu sóttvarna sem við öll þekkjum. Vonandi verður hægt að tilkynna um fleiri skref á næstu vikum.

Þrátt fyrir þessar tilslakanir þá skulum við ekki slaka á varðstöðunni og halda áfram að fara eftir tilmælum sóttvarnarlæknis um handþvott, líkamlega snertingu og fjarlægðarmörk milli fólks. Til að tryggja að ekki verði farið gegn þessum fyrirmælum þá áskilur starfsfólk skrifstofunnar sér rétt á að takmarka hversu margir geta verið í afgreiðslunni á hverjum tíma og biðjum við um að það sé virt.