Þjónustan 1819 hættir - Þjónusta 1818 bætir við símafélagi.

1819 Nýr valkostur ehf. hefur sagt upp samningi við Blindrafélagið um að veita lögblindum einstaklingum ókeypis þjónustu þegar hringt er í 1819. Samningurinn rennur út 30. apríl.

Samningurinn við 1818 er áfram í gildi og hvetjum við félagsmenn að halda áfram að nota þá frábæru þjónustu sem þar er í boði. Auk Símans og Vodafone veitir einnig Hringdu frían aðgang að 1818.

Lögblindir félagsmenn Blindrafélagsins geta með félagsaðild sinni hringt frítt í 1818 ef þeir eru hjá þeim símafélögum sem bjóða upp á það. Ef þú villt skrá þig í þessa þjónustu skaltu hafa samband við skrifstofu félagsins í síma 525 0000 eða senda tölvupóst á netfangið blind@blind.is. Munið að ef þú breytir um samning við þitt símafélag, skiptir um símanúmer, eða færir þinn samning á milli símafélaga, þarftu alltaf að láta skrifstofu Blindrafélagsins vita svo hægt sé að uppfæra skráninguna þína hjá 1818.

Hér er hægt að lesa nánar um 1818 þjónustuna.