Úthlutun styrkja 15. október 2013.

Stjórn Stuðnings til sjálfstæðis, styrktarsjóðs Blindravinafélags Íslands og Blindrafélagsins kom saman 4. október og fór yfir umsóknir í sjóðinn. Alls bárust 17 umsóknir frá 16 umsækjendum með styrkbeiðnum alls að upphæð 4.382.690 kr.

Stjórnin ákvað að úthluta alls 13  styrkjum að upphæð 1.701.360.kr. Til viðbótar voru gefin virðyrði fyrir 800 þúsund krónum til viðbótar til greiðslu skólagjalda á næstu misserum. Styrkirnir  skiptast þannig:

A) Náms- ferða- og ráðstefnustyrki til fagfólks sem starfa með blindum og sjónskertum einstaklingum, eða vinna að hagsmunamálum þeirra. – alls kr. 700.000

  • Brynja Brynleifsdóttir starfsmaður Þjónustu og þekkingamiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga: Samþykkt að veita styrk til greiðslu skólagjalda að upphæð allt að kr. 1.200.000 yfir 3 annir..
  • Ásdís Þórðardóttir starfsmaður Þjónustu og þekkingamiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga: Til að sækja norræna fagraðstefnu í punktaletri. 150.000 kr.
  • Nedelina Ivanova starfsmaður Samskiptamiðstöðvarinnar: Námskeið í hæfnismati á börnum með meðfædda samsetta sjón og heyrnarskerðingu, 150.000 kr.

B) Náms-, ferða-, endurhæfingar- og ráðstefnustyrki til félagsmanna Blindrafélagsins. – alls kr. 181.360

  • Arnheiður Björnsdóttir:  Enskunámskeið 54.000 kr.
  • Lilja Sveinsdóttir: Norskunámskeið 27.360 kr.
  • Steinars Eyþórs Valssonar til greiðslu á skólagjöldum í tölvunarfræði í HR kr. 100.000

C) Styrki til félagsmanna Blindrafélagsins til kaupa á hjálpartækjum – alls kr. 220.000

  • Elma Finnbogadóttir                      kr. 50.000
  • Eyþór Kamban Þrastarson            kr. 50.000
  • María Hauksdóttir                          kr. 50.000
  • Sigríður Björnsdóttir                      kr. 20.000
  • Sigurjón Einarsson                       kr. 50.000

D) Styrki til verkefna sem eru hagsmunum blindra og sjónskertra til framdráttar – alls kr. 600.000

  • Haraldur G Hjálmarsson vegna Þátttaka í alþjóðlegri söngvakeppni blindra í Póllandi 18-20. nóv., 150.000 kr.
  • Týs Gallerí: Til að bæta aðgengi sjónskertra að íslenskri myndlist með sjónlýsingu.450.000 kr.