Víðsjá komin út.

 

'A myndinni er forsíða Víðsjár. Á forsíðu er Gísli Helgason

Ný Víðsjá er komin út með nóg af skemmtilegu efni.

Hægt er að kaupa blaðið hér.


Víðsjá fjallar að þessu sinni meðal annars um þau tímamót sem félagið stendur frammi fyrir. Við lítum yfir farinn veg með Gísla Helgasyni sem hefur verið áberandi í félagsstarfinu í meira en hálfa öld. Við kynnumst starfsemi Hljóðbókasafnsins, en framleiðsla hljóðbóka hefur frá upphafi verið ein mikilvægasta þjónusta sem blindir og sjónskertir nýta sér. Aðgengismálin eru alltaf æ fyrirferðarmeiri og við kynnum okkur ötult starf félagsins í þeim efnum. Atvinnumálin hafa verið á oddinum undanfarið ár og við ræðum við Elínu Mörtu Ásgeirsdóttur um tækifæri blindra og sjónskertra til vinnu og virkni.

Hægt er að hlusta á blaðið í Vefvarpinu og hér.


Blaðið á pdf sniði er hér.