Félagsmönnum boðið á sýninguna Hannah Felicia - Dansverk með sjónlýsingu - 17. nóvember í Reykjavík,

 

Hannah Felicia er nýjasta verk sænska atvinnudansflokksins Spinn, sem samanstendur af dönsurum með fatlanir og ófötluðum, en danshöfundur verksins er Lára Stefánsdóttir. Verkið fjallar um systrabönd og samband tveggja einstaklinga, eða eru þetta ef til vil tvær hliðar á sömu manneskjunni? Manneskju sem þráir að vera séð, samþykkt og elskuð. 

Áhorfendum er boðið inn í heim sem er næstum lokaður af, sem við deilum þó öll. Þar segir ástin á milli tveggja aðila sögu af samkeppni, blíðu, félagsskap og næmi. 

Lára Stefánsdóttir var listrænn stjórnandi Íslenska Dansflokksins á árunum 2012-2014 og hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir eigin verk. Tónlist sýningarinnar er unnin af tónskáldinu Högna Egilssyni og hljóðhönnun unnin af Þórarni Guðnasyni.

Hannah Felicia er hjartnæm sýning sem er aðgengileg áhorfendum á öllum aldri. Sýningin var unnin með stuðningi frá Västra Götalandsregionen, Kulturrådet, Göteborgs stad og Svensk-isländska samarbetsfonden. Hluti sýningarinnar varð til í vinnustofu í Kungsbacka leikhúsinu í gegnum Rum för Dans Halland.

Allar sýningar eru með sjónlýsingu.



Til að kaupa miða er hægt er að hringja í Tjarnarbíó 527-2100 alla virka daga milli 10-17, senda tölvupóst á midasala@tjarnarbio.is eða kaupa miða á tix.is

Hægt er að taka frá frímiða í með afsláttarkóðanum ARTISTS2022.

.