Fundargerð stjórnar nr. 11 2021-2022

Fundargerð 11. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2021 – 2022, haldinn miðvikudaginn 6. apríl kl. 15:00.  

Stjórn og framkvæmdastjóri:

Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir (ÁEG) varaformaður, Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) gjaldkeri, Kaisu Hynninen (KH) ritari, Eyþór Kamban Þrastarson (EKÞ) meðstjórnandi, Dagný Kristmannsdóttir (DK) varamaður. Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður, Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður, Halldór Sævar Guðbergsson (HSG) varamaður.
Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri,

Forföll:

1.     Fundarsetning.

SUH setti fundinn, sem haldin var á Teams. Fyrir fundinum lá tillaga að dagskrá sem samþykkt var samhljóða. Fundarboð, dagskrá og fundargögn má sjá á Teams svæði stjórnar.

2.    Afgreiðsla seinustu fundargerðar.

Frestað til næsta fundar.

3.    Lýst eftir öðrum málum.

Engin önnur mál

4.    Skýrslur, bréf og erindi.

Í skýrslu formanns var fjallað um:

1.         Félag í almannaþágu

2.         Aðalfundur 2022

3.         UNK ráðstefnan, undirbúningur.

4.         NSK fundur 28 mars

5.         Stefnuþing ÖBÍ

6.         Landssöfnun Lions „Rauða fjöðrin“

7.         Viðburðir framundan og mikilvægar dagsetningar.

 

Í skýrslu framkvæmdastjóra var fjallað um:

1.         Hamrahlíð  17

2.         RIWC 2022 9 – 11 júní 22

3.         Bakhjarlar í mars

4          Styrktarsjóðurinn Stuðningur til sjálfstæðis

5.    Nýir félagar

Fyrir fundinum lágu umsóknir um félagsaðild frá 5 einstaklingum. Voru umsóknirnar samþykktar með fyrirvara um staðfestingu aðalfundar.

6.    Áhrif laga um félög í almannþágu á samþykktir Blindrafélagið.

Fyrir fundinum lágu tillögur að lagabreytingum sem nauðsynlegt er að gera ef Blindrafélagið sækist eftir að fá skráningu sem almannaheillafélag. Tillögurnar voru unnar af Magna lögmönnum. Stjórn samþykkti að leggja tillögurnar fyrir aðalfund félagsins. Tillögurnar liggja fyrir á Teams svæði fundarins. Var formanni og framkvæmdastjóra falið að ganga frá tillögunum til afgreiðslu á næsta aðalfundinn í samstarfi við lögmenn félagsins.  

7.    Hamrahlíð 17, 6 hæð.

Útboði á fyrri áfanga er lokið. Einungis barst eitt tilboð. Tilboðsgjafi er Aðalvík. Tilboðið var uppá 270 milljónir króna. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 161 mkr.  Verið er að skoða í hverju þessi mikli munur liggur og hvort að einhver samningsgrundvöllur sé til staðar og hvort að einhverjar villur kunni að vera í kostnaðaráætlun og eða tilboði.

8.    Aðalfundur 2022. 

SUH lagði til að aðalfundur Blindrafélagsins yrði haldinn fimmtudaginn 26. maí. Jafnframt lagði SUH til að reglur um framkvæmd kosninga yrði með sama hætti og í fyrra. Sjá reglurnar á Teams svæði fundarins
Voru tillögurnar samþykktar. 

9.    Önnur mál.

SUH sagði frá hvernig norrænu Blindrasamtökin eru að beita sér gagnvart neyð flóttafólks frá Úkraínu. Umræður urðu um hvernig og hvort Blindrafélagi ætti og gæti aðkomu að þessu verkefni.

 

Fundi slitið kl 17:30

Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.