Fundargerð stjórnar nr. 13 2023-2024

Fundargerð 13. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2023 –2024, haldinn miðvikudaginn 10. apríl 2024, kl 15:00.   

Stjórn og framkvæmdastjóri:

Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, (2022 - 2024)     
Rósa María Hjörvar (RMH) varaformaður, (2022 - 2024)      
Kaisu Kukka-Maaria Hynninen (KKMH) ritari, (2023 - 2025)      
Sandra Dögg Guðmundsdóttir (SDG) gjaldkeri,  (2022 - 2024)
Unnur Þöll Benediktsdóttir (UÞB) meðstjórnandi, (2023 - 2025)
Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir (ÁEG) varamaður, (2022 - 2024)
Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) varamaður, (2023 - 2025)
Halldór Sævar Guðbergsson (HSG) varamaður, (2023 - 2025)     
Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður, (2022 - 2024)     

Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri

Forföll : RMH

Fundarsetning 

SUH setti fundinn, sem haldinn var í Hamrahlíð 17 og á Teams. Fyrir fundinum lá tillaga að dagskrá sem samþykkt var samhljóða. Fundarboð, dagskrá og fundargögn má sjá á Teams svæði stjórnar.   

Lýst eftir öðrum málum. 

Inntaka nýrra félaga

Engar nýjar umsóknir lágu fyrir    

Skýrslur, bréf og erindi.

Í skýrslu formanns var fjallað um:

  • CVI heimildarmynd
  • Stefnuþing ÖBÍ 30 apríl
  • Á döfinni og mikilvægar dagsetningar

Í skýrslu framkvæmdarstjóra var fjallað um:

  • Staða framkvæmda
  • Aðalfundur
  • Fjáraflanir
  • Tæknimál

Framkvæmdir Hamrahlíðar 17

Kristmundur Eggertsson og Gísli Valdimarsson komu inn sem gestir á fundinn og fóru ítarlega yfir stöðu framkvæmda. Framkvæmdir eru á áætlun bæði hvað varðar framgang verksins og fyrirliggjandi kostnaðaráætlanir. Ekkert bendir til þess að ekki verði hægt að afhenda hæðina á fyrirhuguðum tíma þann 19 ágúst nk.  

Rekstraryfirlit fyrsta ársfjórðungs 2024

Kristín Waage kom sem gestur á fundinn og fór yfir rekstraryfirliti fyrsta ársfjórðungs ársins. Megin niðurstöður eru eftirfarandi:

Rekstrartekjur voru 87.5 m.kr áætlun gerði ráð fyrir 84.8 m.kr sem er 3,2% yfir áætlun.

Rekstragjöld voru 85.4 m.kr en áætlun gerði ráð fyrir 80.8 m.kr sem er 4,4% frávik.

Rekstrarafkoma án afskrifta og fjármagnsliða er 3.2 m.kr. Fjármagnskostnaður er 7,4 m.kr.

Megin frávik liggja í ófyrirséðu viðhaldi og lögfræðikostnaðar vegna réttindagæslu félagsmanna.

Sundurliðaðar upplýsingar má sjá í teams möppu stjórnar.   

HSG lýsti ánægju sinni með að Blindrafélagið væri að styðja félagsmenn við að gæta réttar síns í fordæmisgefandi málum. Stjórn tók undir það.

Umræður sköpuðust um hvort rétt væri að færa lántökukostnað vegna framkvæmda inn á efnahag en ekki á rekstur. Kristín Waage mun bera það undir endurskoðendur félagsins.

Stefnuþing ÖBÍ   

SUH kynnti stefnuþing ÖBÍ sem haldið verður þriðjudaginn 30. apríl á Zoom. Blindrafélagið á seturétt fyrir 6 fulltrúa. Kallað var eftir þátttakendum,  eftirtaldir gáfu kost á sér, Halldór Sævar, Guðmundur Rafn, Ásdís, Sigþór, Kristinn og Unnur Þöll

Önnur mál 

Fundi slitið kl: 17:09

Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson