Haustúthlutun Sjóðsins blind börn á Íslandi 2025

Stjórnarfundur sjóðsins Blind börn á Íslandi var haldinn 10. október 2025.

Alls bárust sjóðnum sex umsóknir upp á 1.575.394.

 

Sótt var um: Útivistastyrk fyrir blind börn - 500.000, styrkur til píanónáms - 150.000, Nanoleaf sjónörvunartæki - 40.399, tveir styrkir til kaupa á snjalltæknum - alls 284.995, styrkur fyrir þátttakendur Camp Abilities í USA - 600.000.

 

Allar styrktarumsóknir voru samþykktar.