Ísland gerist aðili að Marakess-sáttmálanum

Marakess-sáttmálinn miðar að því að tryggja aðgengi blindra, sjónskertra og prentleturshamlaðra að höfundarréttarvörðu efni. Í honum er kveðið á um reglur um meðferð höfundaréttamála er þeim tengjast og fyrirkomulagi sem tryggir aðgengi að efni óháð landamærum. Sáttmálinn snertir fyrst og fremst aðila sem ekki starfa í hagnaðarskyni, s.s. Hljóðbókasafn Íslands, og heimildir þeirra til að gefa út höfundaréttavarið efni á aðgengilegu formi og miðla til skilgreindra notenda sem á þurfa að halda.

Lesa meira á vef Stjórnarráðsins.