Mikilvægur úrskurður  Úrskurðarnefndar Velferðarmála varðandi ferðaþjónustu við fatlað  fólk

Þau sjónarmið sem Blindrafélagið hefur haldið á lofti varðandi skyldur sveitarfélaga til að veita fötluðum íbúum sínum ferðaþjónustu sem að tekur mið af persónulegum þörfum hvers og eins hafa nú verið viðurkennd af Úrskurðarnefnd Velferðarmála. Blindrafélagið fól lögmanni sínum, PáliRúnari  M Kristjánssyni, að kæra úrskurð Vestmannaeyjabæjar um að hafna ósk Bergvins Oddssonar um ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum og á höfuðborgarsvæðinu. Rök Vestmannaeyjabæjar voru þau að þarfir Bergvins féllu ekki að skipulag ferðaþjónustu Vestmannaeyjabæjar fyrir fatlað fólk. Rök lögmanns Blindrafélagsins voru hinsvegar að það væri lögbundin skylda sveitarfélagsins að leggja sjálfstætt mat á þarfi Bergvins til ferðaþjónustu sem gerði honum kleyft að stunda atvinnu og tómstundir og almennt að reka erindi sín á sjálfstæðan máta. Úrskurðarnefndin féllst á röksemdir lögmanns Blindrafélagsins og fellti úr gildi úrskurð Vestmannaeyjabæjar um að hafna því að veita Bergvini ferðaþjónustu sem tæki mið af þörfum hans.

Þessi úrskurður er mjög mikilvægur í baráttu Blindrafélagsins fyrir að öll sveitarfélög gangist við lögbundnum skyldum sínum, um að veita fötluðu fólki sem ekki getur nýtt sér almenningssamgöngur, fullnægjandi ferðaþjónustu  sem að mætir einsaklingsbundnum þörfum hvers og eins. Þeim rökum að nægjanlegt sé að bjóða bara einhver ferðaþjónustu er hafnað af Úrskurðarnefnd Velferðarmála.

Úrskurðurinn var kveðinn upp 8. júní 2017, mál nr 64/2017.Úrskurðir nefndarinnar eru birtir hér.
Úrskurðurnn á pdf sniði