Tilslakanir hjá Blindrafélaginu vegna COVID-19.

Frá og með mánudeginum 19. apríl 2021 mun Blindrafélagið aftur opna skrifstofuna og verslun sína fyrir félagsmenn og almenning. Grímuskilda er áfram í verslun félagsins eða þegar komið er á fundi hjá starfsmönnum skrifstofunnar. Þar sem takmarkað pláss er í verslun félagsins, er fólk beðið að hinkra fyrir utan á meðan klárað er að afgreiða viðskiptavini sem þegar eru í versluninni.

Opið hús og mötuneytið verður aftur opnað fyrir félagsmenn. Opið hús verður áfram í beinni útsendingu í Vefvarpinu, ásamt því að vera tekið upp og birt þar síðar fyrir þá sem ekki sjá sér fært að koma eða hlusta í beinni. Fólk er beðið um að hafa grímu þegar það kemur í húsið og alltaf þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna.

Einstaklingsbundnar sóttvarnir eru besta vörnin að koma í veg fyrir útbreiðslu COVID-19. Þær fela í sér handþvott, handsprittun, notkun grímu og nálægðartakmörkun eins og tveggja metra regluna.

Nýjustu reglugerð um gildandi takmarkanir á samkomum er hægt að lesa á Covid.is. Núverandi reglugerð gildir til 5. maí 2021.