Valdar greinar, 5. tölublað 44. árgangs 2019.

Valdar greinar, 5. tölublað 44. árgangs 2019.
Útgefandi: Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi.
Ritstjóri: Gísli Helgason. Ábyrgðarmaður: Sigþór U. Hallfreðsson.
Útgáfudagur 8. mars 2019.
Heildartími: 3 klukkustundir og 4 mínútur.
Flytjendur efnis auk ritstjóra og Dóru og Karls:
Már Gunnarsson ásamt hljómsveit, Ágústa Gunnarsdóttir, Baldur Snær Sigurðsson, Guðrún Guðbjörnsdóttir, Sigmundur Júlíusson, Ólafur Þór Jónsson og fleiri, sem voru á tæknideginum 27. febrúar sl., Rósa María Hjörvar, Ragnheiður Hera Gísladóttir, Sigþór U. Hallfreðsson, Arnþór Helgason, Marjakaisa Matthíasson, Svavar Guðmundsson, Hjalti Sigurðsson, Eyþór Kamban Þrastarson og fleiri sem voru á spjallfundinum 27. febrúar sl., Halldór Sævar Guðbergsson, Tómas Bjarnason, Steinar Björgvinsson, Kristinn H. Einarsson og fleiri.
Hljóðritað hjá Hljóðbók.slf í mars 2019.
Allar hljóðskrár eru á mp3 sniði.

Efnisyfirlit:
01a Kynning og efnisyfirlit
7.36 mín.

01b Nokkur orð frá ritstjóra. Rætt um næstu útgáfu Valdra greina sem seinkar um viku, tölvunámskeið, frumkvæði félagsmanna og starf ritstjóra.
4.04 mín.

Tilkynningar og fréttnæmt efni:
01c Tilkynning frá skemmtinefnd um bítlasyrpu í Hamrahlíð 17 5. apríl.
1.31 mín.

01d Sunnudagsganga á vegum ferða og útivistarnefndar Blindrafélagsins á sunnudaginn kemur 10. mars.
1.14 mín.

01e Tölvunámskeið, kynning á skjálesurum á vegum Blindrafélagsins 21. mars nk.
1.39 mín.

01f Fundur í bókmenntaklúbbi Blindrafélagsins 19. mars nk.
0.21 mín.

01g Prjónakaffi 19. mars.
0.20 mín.

01h Aðalfundur suðurnesjadeildar Blindrafélagsins 21. mars.
0.25 mín.

01i Sjóðurinn Stuðningur til sjálfstæðis auglýsir eftir styrkumsóknum.
1.21 mín.

01j Auglýsing um Sumarskóla Sameinuðuþjóðanna frá Öryrkjabandalagi Íslands.
1.53 mín.

01k Flutt nýtt lag eftir Má Gunnarsson tónlistarmann og sundkappa frá Reykjanesbæ, en Már er félagi í Blindrafélaginu og heldur tónleika í Hljómahöllinni í Reykjanessbæ 12. apríl nk. Þar kynnir hann nýjan disk sem heitir Söngur fuglsins.
5.26 mín.

Annað efni:
02 Farið á tæknidag Blindrafélagsins, skoðuð ýmis tæki og spjallað við nokkra, sem þar voru.
18.45 mín.

03 Frásögn Svavars Guðmundssonar frá heimsókn í blindrasamtökin í Barcelona í Katalóníu. Frásögnin birtist á nýjum blindlist, hópi á fésbókinni 24. febrúar sl.
6.57 mín.

Viðtöl:
04 Rætt við Rósu Maríu Hjörvar aðgengisfulltrúa Blindrafélagsins. Fjallað er um ferilfræðilegt aðgengi, umferðarljós, vefaðgengi og Rósa segir frá doktorsnámi sínu í bókmenntum við Háskóla Íslands.
Hún er einnig ritstjóri Víðsjár og formaður kjaramálahóps Öryrkjabandalagsins.
32.04 mín.

05 Viðtal við Ragnheiði Heru Gísladóttur markaðsfulltrúa hjá versluninni L’Occitane. Verslunin styrkti sjóðinn Blind börn á Íslandi á síðasta ári. Ragnheiður segir frá því hvernig verslunin tengist málaflokki blindra og sjónskertra.
10.24 mín.

Samantekt frá tveimur fundum í Blindrafélaginu:
06 Hljóðritun frá hádegis Spjallfundi á vegum stjórnar Blindrafélagsins 27. febrúar sl.
Þar var rætt um Blindrafélagið, sögu þess og ýmislegt sem fundarmenn brydduðu upp á varðandi félagsið.
38.30 mín.

Samantekt frá félagsfundi Blindrafélagsins 21. febrúar sl. fundurinn er í heild á heimasíðu félagsins og í vefvarpinu.
07 Setning formanns, Tómas Bjarnason frá Gallup á Íslandi fer yfir könnun sem framkvæmd var fyrir Blindrafélagið. Birtur hluti samantektar hans.
21.24 mín.

Fjallað um fyrirhugaðar breytingar á almannatryggingakerfinu.
08a Framsaga Rósu Maríu Hjörvar formanns kjarahóps Öryrkjabandalagsins.
9.52 mín.

08b Framsaga Halldórs Sævars Guðbergssonar varaformanns Öryrkjabandalagsins.
13.32 mín.

08c Hluti af umræðum og lesin ályktun sem samþykkt var á fundinum.
5.20 mín.

09 Kristinn H. Einarsson framkvæmdastjóri sagði frá framkvæmdum að Hamrahlíð 17.

10 Sagt frá tillögu um nýtt merki Blindrafélagsins sem byggir á hvíta stafnum, helsta hjálpartæki blindra og sjónskertra. Fundarlok.
4.03 mín.