Blindrafélagið auglýsir til leigu tvær, 38,5 fermetra stúdíóíbúðir í Hamrahlíð 17. Mánaðarleiga er um 130.000 kr. að viðbættu 7.200 kr. húsgjaldi. Stefnt er að því að íbúðirnar fari í útleigu í desember 2025.
Leiguíbúðum Blindrafélagsins er úthlutað til félagsmanna. Vinsamlegast kynnið ykkur úthlutunarreglur og húsreglur félagsins vel áður en sótt er um íbúð.
Að gefnu tilefni skal það tekið fram að leiguíbúðir Blindrafélagsins eru ekki þjónustuíbúðir.
Umsókn skal skilað inn í gegnum heimasíðu Blindrafélagsins í seinasta lagi 15. nóvember 2025.
Hér er hlekkur á umsóknareyðublaðið.