Reykjavíkurborg kallar eftir ábendingum og reynslusögum um aðgengi að kjörstöðum.

Reykjavíkurborg hefur sett af stað söfnun á ábendingum og reynslusögum vegna aðgengismála á og við kjörstaði til að bregðast við átaki Þroskahjálpar varðandi aðgengi að kjörstöðum og kosningum.

Markmiðið er að bæta aðgengi allra að kjörstöðum og er liður í því verkefni að safna saman raunverulegum dæmum um ýmislegt sem betur má fara.

Við hvetjum félgsmenn til að senda inn ábendingar og reynslusögur með því að smella á hlekkinn hér að neðan: https://betrireykjavik.is/community/3465