Skráning á aðalfund Blindrafélagsins, 11. maí 2024.

Skráning á aðalfund Blindrafélagsins 11. maí 2024 er hafin.

Hægt er að skrá sig á heimasíðu félagsins, með því að senda póst á afgreidsla@blind.is eða með þvi að hringja í síma 525 0000 á skrifstofutíma.
Á sama hátt er óskað eftir kjörgögnum.

Opnað verður fyrir rafræna atkvæðagreiðslu þriðjudaginn 30. apríl og er hægt að kjósa þar til fundarstjóri aðalfundar lýsir því yfir að búið sé að loka fyrir kosningu.

Félagsmenn geta greitt atkvæði með eftirfarandi hætti:

a) Í rafrænni kosningu í aðgengilegu og öruggu kosningakerfi.
b) Í rafrænni kosningu með aðstoð frá skrifstofu félagsins.
c) Í rafrænni kosningu á aðalfundi.

Hægt er að kynna sér reglur um kosningar í stjórn Blindrafélagsins á aðalfundi neðar í fréttabréfinu.