Bókmenntaklúbbur félagsins.

 

Kæru félagar.

Bókmenntaklúbbur Blindrafélagsins hefst af fullum krafti þriðjudaginn 18. september í salnum á 2. hæð að Hamrahlíð 17. Við byrjum þegar klukkuna vantar tuttugu mínútur í fjögur og hættum tíu mínútum yfir fimm. Fyrsta bók vetrarins verður skáldsagan “Sælir eru einfaldir” eftir Gunnar Gunnarsson. Sagan gerist fyrir hundrað árum, fullveldisárið 1918. Þar segir frá Spænsku veikinni, Kötlugosinu og ýmsu fleiru. Ég vonast til að sjá föstu klúbbfélagana og við tökum vel á móti öllum nýjum sem vilja bætast í hópinn.

Kær kveðja,

Brynja Arthúrsdóttir