Jólahlaðborð Blindrafélagsins.

Jólahlaðborð Blindrafélagsins.

Jólahlaðborð Blindrafélagsins verður haldið laugardaginn 1. desember næstkomandi. Húsið opnar kl. 18:00 og borðhald hefst kl. 19:00. Verð á mann er 5.500 kr. Skráning fer fram á skrifstofu félagsins í síma 525-0000 eða með að senda póst á netfangið afgreidsla@blind.is. Síðasti skráningardagur er miðvikudagurinn 28. nóvember. Félagsmenn Blindrafélagsins, fjölskyldur þeirra og vinir eru hjartanlega velkomnir.

Veislustjóri kvöldsins verður Björk Jakobsdóttir leikkona.

Hér kemur matseðillinn:

Forréttir:
Fennel grafinn lax með sinneps-dillsósu.
Villibráðarpaté með hreindýri og villigæs með Cumberlandsósu.
Karrísíld.
Jólasíld.
Hangikjöt með uppstúf og kartöflum.
Dönsk lifrarkæfa með beikoni og sveppum.
Sinnepsgljáður Hamborgarhryggur.

Heitt:
Purusteik með sykurbrúnuðum kartöflum.
Ofnbakað lambalæri með garðablóðbergi og hvítlauk.
Villibráðarbollur í villisveppa og rifsberjasósu.

Meðlæti:
Nýbakað brauð, laufabrauð, rúgbrauð og smjör.
Heimalagað rauðkál, grænar baunir, kartöflusalat og eplasalat.

Eftirréttir:
Riz a la mande með berjasósu.
Blaut og djúsí frönsk súkkulaðikaka með vanillukremi.

Vonumst til að sjá ykkur öll.

Bestu kveðjur.
Skemmtinefnd.