Jólamarkaður Blindrafélagsins

Jólamarkaður Blindrafélagsins verður haldinn laugardaginn 15. desember, milli klukkan 14:00 og 18:00. Áhugasömu handverksfólki er bent á að hafa samband við skrifstofu félagsins og tilkynna þátttöku í síma 525 0000 í síðasta lagi mánudaginn 3. desember. Sölubásar eru seljendum að kostnaðarlausu. Við skráningu á þátttöku þarf að tilkynna nafn, símanúmer og vörur sem á að selja.

Allir hinir, takið daginn frá og komið og gjörið góð kaup!

Tómstundanefndin.