Sumarferð Opins húss

Sumarferð Opins húss

Opna húsið fer í sumarferð föstudaginn 22. júní. Lagt verður af stað frá Hamrahlíð 17 klukkan 13.00 og liggur leið okkar til Keflavíkur. Við munum byrja á því að heimsækja Rokksafn Íslands en höldum þaðan í Duushús þar sem við munum borða góðan kvöldverð.

Áætluð heimkoma er eftir klukkan 19.00. Eini kostnaður við þátttöku í ferðinni er að hver og einn borgar matinn í Duushúsi sem kostar 5.000 krónur.

Matseðilinn er svohljóðandi; Súpa dagsins, fiskitvenna, grillað lambakjöt, súkkulaðikaka með rjóma ásamt kaffi og te.

Skráning í ferðina fer fram á skrifstofu félagsins og í síma 525-0000. Skráningu lýkur mánudaginn 18. Júní.

Kveðja,

Hjalti Sigurðsson

Félagsmálafræðingur