Sumarhátíð í Skemmtigarðinum

Sumarhátíð Blindrafélagsins verður haldin í Skemmtigarðinum í Grafarvogi, fimmtudaginn 28. júní kl. 17:00 til 20:00. Hátíðin er fyrir alla félagsmenn og fjölskyldur þeirra og kostar miðinn 1500 kr. Innifalið í miðanum er aðgangur í garðinn og alla þá leiki sem eru boði, ásamt pylsum og gosi eins og menn geta í sig látið. Hver félagsmaður getur tekið með sér allt að 5 gesti. Það er takmarkaður miðafjöldi og því þarf að skrá sig sem fyrst. Greiða þarf við skráningu á skrifstofu félagsins í Hamrahlíð 17 eða í síma 525 0000. Lokað verður fyrir skráningar þegar allir miðar eru seldir, eða síðasta skráningardag sem er miðvikudaginn 27. júní.

Hægt er að skoða hvaða leikir eru í boði á vefsíðunni https://www.skemmtigardur.is/.

Hlökkum til að sjá ykkur í sumar!