Sunnudagsganga

Næsta sunnudagsganga 11. nóvember kl 13:00.
Ferða- og útivistarnefnd Blindrafélagsins efnir til gönguferða annan sunnudag í mánuði frá 14. janúar 2018 til 13. maí 2019.

Gengið verður frá aðalinngangi Hamrahlíðar 17 og sem leið liggur út í buskann, eða þangað sem göngustjóranum dettur í hug að fara. Lagt verður af stað kl. 13:00 og gengið í um eina og hálfa til tvær klukkustundir og mun gönguleið taka mið af veðri, vindum og færð.

Göngustjóri er Sigurjón Einarsson (Sjonni).
Frekari upplýsingar má fá hjá Sjonna í síma 824 8820 eða á netfanginu: sjonni@grjotasel.net.

Munnið að taka með ykkur gesti og góða skapið og að gönguferðir eru ekki mis erfiðar heldur mis léttar og að klæða ykkur samkvæmt aðstæðum og útliti hverju sinni.