Vinnuferð Leiðsöguhundadeildarinnar

Helgina 31. ágúst til 1. sept verður farið í hina árlegu vinnuferð leiðsöguhundadeildarinnar. Farið verður í Stykkishólm eins og hefð er fyrir. Unnið verður með hundana og notendur fá ýmiskonar fræðslu. Þjálfarar frá Kústmarkens verða með í för og verður þetta gott bland af hörku vinnu og góðum félagsskap. Notendur eru hvattir til að skrá sig sem fyrst hjá skrifstofu félagsins í síma 525 0000 eða í gegnum netfangið afgreidsla@blind.is.